Nú þegar Spillivagninn hefur komið i 6 hverfi af 10 í Reykjavík eru skilin svipuð og þau voru fyrir áramót þegar þessi þjónusta var í boði fyrir borgarbúa í fyrsta sinn. Borgarbúar hafa skilað um það bil einu tonni af spilliefnum og raftækjum og álíka mikið af hvoru. Hins vegar var það í áberandi færri heimsóknum eða einungis 76 á meðan þær voru 125 fyrir áramót. Mest magn var að koma frá hverfisbúum við Austurver eða 278 kg en minnst við Breiðholtslaug. Við minnum á áætlun Spillivagnsins það sem eftir er af apríl og í maí:

Áætlun Spillivagnsins í apríl og maí 2019 - frá kl. 15-20 á hverjum stað:

  • Laugardalur við Laugardalslaug - Þriðjudaginn 9. apríl,  kl. 15-20.
  • Hlíðar við Kjarvalsstaði - Fimmtudaginn 11. apríl,  kl. 15-20.
  • Bústaðir/Háaleiti við Austurver - Þriðjudaginn 16. apríl,  kl. 15-20.
  • Miðborg við Sundhöll Reykjavíkur - Miðvikudaginn 17. apríl,  kl. 15-20.
  • Breiðholt við Breiðholtslaug - Þriðjudaginn 23. apríl,  kl. 15-20.
  • Vesturbær við Vesturbæjarlaug - Miðvikudaginn 24. apríl,  kl. 15-20.
  • Grafarholt/Úlfarsárdalur við gr. Þjóðh.s. - Þriðjudaginn 30. apríl,  kl. 15-20.
  • Kjalarnes við Vallargrund - Fimmtudaginn 2. maí,  kl. 15-20.
  • Árbær við Árbæjarlaug - Þriðjudaginn 7. maí,  kl. 15-20.
  • Grafarvogur við Spöngina - Fimmtudaginn 9. maí,  kl. 15-20.