Útflutningur til förgunar

Á ári hverju fellur til gífurlegt magn af hjólbörðum sem hafa þjónað sínu hlutverki til fulls undir bifreiðum landsmanna.

Efnamóttakan er vel í stakk búin til að taka við ónýtum hjólbörðum og er í samstarfi við önnur fyrirtæki sem sérhæfa sig í förgun og endurnýtingu hjólbarða, hérlendis og í nágrannalöndum. Ónýtir hjólbarðar geta valdið alvarlegum umhverfisspjöllum og haft neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Þegar slíkt á sér stað er hætta á miklum kostnaðarauka fyrir samfélagið. Því er mjög mikilvægt að standa vel og fagmannlega að förgun afgangs hjólbarða. Eins og í öðrum málum sem snerta förgun, endurnýtingu og losun er starfsfólk Efnamóttökunnar með sérþekkingu í förgun hjólbarða.

Efnamóttakan er í samstarfi við fyrirtæki innanlands og erlendis varðandi böggun, tætingu og endurvinnslu eða förgun hjólbarða. Í dag er unnið að ýmsum rannsóknum sem miða að hagstæðri endurnýtingu hjólbarða. Í Bandaríkjunum er m.a. farið að nota endurunnið gúmmí sem blöndunarefni í malbik við gatnaframkvæmdir og viðgerðir. Í raun er hægt að nýta hjólbarða á ýmsa vegu, þó ekki séu þær allar hagkvæmar.