Útflutningur til förgunar

Ísskápurinn er eitt af þeim heimilistækjum sem fáir geta verið án. Kæliskápar af ýmsum stærðum og gerðum eru einnig mikið notaðir í tengslum við ýmsa þjónustustarfsemi og í verslunarrekstri.


Flókið og viðkvæmt ferli

Í þessum tækjum er blandað saman mörgum tegundum af efnum, s.s. málmum, plasti og jafnvel eitruðum vökvum. Því er endurvinnsla þeirra flókið ferli. Efnamóttakan safnar tækjunum saman, flokkar og flytur þau síðan erlendis til endurvinnslu.


Allir eru velkomnir

Starfsfólk Efnamóttökunnar veitir ráðgjöf um meðferð hvers kyns kælitækja. Allir geta notið aðstoðar Efnamóttökunnar í meðferð þessara tækja, jafnt einstaklingar, fyrirtæki, opinberir aðilar sem og félagasamtök. Þetta á við hvort sem um er að ræða einn stakan ísskáp eða vörubílsfarm frá stórfyrirtæki. Almenningur skilar ísskápum og kælitækjum á endurvinnslustöðvar sveitarfélaga en fyrirtæki skila beint til Efnamóttökunnar.