Lyf og úrgangur frá lyfjafyrirtækjum og sjúkrastofnunum er mjög viðkvæmur úrgangur sem starfsfólk Efnamóttökunnar hefur reynslu og þekkingu til að fást við. Sóttmengaður úrgangur er skilgreindur sem úrgangur frá heilbrigðisstofnunum, t.d. nálar og hnífar í lokuðum umbúðum og tómar umbúðir undan hættulegum efnum, ýmis lyf og töflur, leysiefni og kvikasilfur.

Ferlið við losun þessarar tegundar úrgangs er þannig að frá sjúkrastofnunum og lyfjafyrirtækjum fer úrgangurinn ætíð í lokuðum einingum.

Minni stofnanir og fyrirtæki safna úrgangi í sérmerkt ílát sem starfsfólk Efnamóttökunnar sækir. Sjúkrahús safna sóttmenguðum úrgangi í stærri gáma sem síðan eru færðir til eyðingar. Í vissum tilvikum er tekið á móti sóttmenguðum úrgangi í höfuðstöðvum Efnamóttökunnar í Berghellu 1, 221 Hafnarfirði. Þar eru efnin flokkuð, sett í tunnur eða kör og þau síðan send til brennslu í viðurkenndri innlendri sorpbrennslu.