Spilliefni sem finnast á heimilum okkar eru:

 • Ýmiskonar hreinsiefni
 • Málning
 • Lím
 • Húsgagnabón
 • Leysiefni t.d. terpentína
 • Lyf
 • Rafhlöður
 • Kvikasilfur í hitamælum
 • Lakk
 • Stíflueyðir
 • Skordýraeitur
 • Viðhaldsefni fyrir bíla, t.d. frostlögur, olíuefni og rafgeymar.

Almenningi ber að skila spilliefnum á endurvinnslustöðvar SORPU (höfuðborgin) eða á söfnunarsvæði sveitarfélaga (landsbyggðin).

Spilliefnum skal skila í lokuðum umbúðum.
Réttar merkingar á ílátum auðvelda flokkun spilliefna.