Endurvinnsla og eyðing spilliefna

Efnamóttakan hf. er í samstarfi við viðurkennda aðila sem endurvinna og/eða eyða spilliefnum á faglegan og öruggan hátt hér á landi og erlendis.

Umhverfisyfirvöld í Svíþjóð og Danmörku viðurkenna Efnamóttökuna hf. sem faglegan aðila í móttöku og meðhöndlun á spilliefnum. Efnamóttakan hf. er í samstarfi við viðurkennda eyðingaraðila í þessum löndum um móttöku og eyðingu á spilliefnum frá Íslandi. Má helst nefna Nord í Danmörku og Boliden Bergsö í Svíþjóð.

Innlendir eyðingaraðilar eru t.d. Sorpeyðing Suðurnesja.