Ýtið á mynd til að skoða gjaldskrá

Efni sem skilað er til Efnamóttökunnar eru vigtuð við móttöku þeirra og þyngd með umbúðum og efnaheiti er skráð á sérstaka móttökuseðla. Reikningur fyrir þjónustuna byggir á skráðum upplýsingum á móttökuseðli og er vísað í númer hans við innheimtu. Eyðingargjald spilliefna sem bera úrvinnslugjald er greitt af Úrvinnslusjóði. Bent er á að án beiðni er flutningsaðili ábyrgur fyrir greiðslu eyðingargjalds. Gjaldskráin sem hér birtist sýnir hvaða flokkar eru greiddir af Úrvinnslusjóði og hvaða flokkar eru greiddir af úrgangshafa. Hún sýnir hins vegar ekki verðin á síðarnefndu flokkunum. Til að fá upplýsingar um þau þarf að hafa samband við skrifstofu Efnamóttökunnar í síma 559-2200.

Sjá nánar um gjaldskrá  hér.