Efnamóttakan hf. var stofnuð 17. des. 1998.

Efnamóttakan hf. sérhæfir sig í meðhöndlun og frágangi á spilliefnum til eyðingar eða endurvinnslu. Efnamóttakan er með umhverfisvottun ISO 14001 síðan í janúar 2015 og gæðastjórnunarvottun ISO 9001 frá ágúst 2018 og er eini sérhæfði aðilinn í móttöku spilliefna á Íslandi.

Stefna Efnamóttökunnar hf.

Efnamóttakan hf. rekur fullkomna móttökustöð fyrir spilliefni þar sem efnin eru flokkuð eftir tegundum og þeim eyðingarleiðum sem þau þurfa að fara í. Efnamóttakan hf. býður hagkvæmar lausnir til faglegrar og öruggrar meðhöndlunar og eyðingar efna sem samkvæmt reglugerðum eru skilgreind sem umhverfislega óæskileg eða hættuleg.

Efnamóttakan hf. mun beita sér fyrir því að þau efni sem reglum samkvæmt skal farga á sértækan hátt eigi greiða leið til móttökustöðvarinnar og mun taka upp beint samband við sem flesta aðila þar sem slík efni er að finna.