Efnamóttakan hlýtur ISO 9001 gæðavottun. (Ágúst 2018)
Í júnímánuði fór fram úttekt á gæðastaðlinum ISO 9001 á starfsstöðvum Gámaþjónustunnar í Berghellu, þ.m.t. hjá Efnamóttökunni.   Undanfarið ár hefur verið unnið að því að innleiða þennan staðal þar sem lokaáfanginn var vottun sem gildir frá og með 2. ágúst 2018.  Gæðavottunin tryggir það að við vinnum stöðugt að bættri þjónustu við viðskiptavini og hjálpar okkur að gera alltaf betur.

Gæðavottun

 

Efnamóttakan hlýtur ISO 14001 umhverfisvottun. (Janúar 2015)
Efnamóttakan hf. hefur hlotið ISO 14001 umhverfisvottun. Efnamóttakan er fyrsta spilliefnamóttaka landsins til þess að hljóta slíka vottun. Gámaþjónustan hf., móðurfélag Efnamóttökunnar, hóf innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi í byrjun ársins 2012 og hlaut vottun samkvæmt staðlinum í marsmánuði 2013. Í kjölfarið var hafin vinna við að innleiða umhverfisstjórnunarkerfið hjá nokkrum dótturfélögum sem eru víðs vegar um land. Afrakstur þess er að bæði Efnamóttakan hf. og Sjónarás ehf. (áður Gámaþjónusta Austurlands-Sjónarás) fengu vottun staðfesta í janúar 2015. 

Umhverfisvottun