Vörunúmer

Annar stærsti efnisflokkurinn sem Efnamóttakan hefur tekið á móti eru raftæki. Efnamóttakan hefur annast söfnun og meðhöndlun á raftækjum um árabil, sérstaklega í samstarfi við Sorpu bs.

Þessi málaflokkur fór í nýjan farveg í ársbyrjun 2009 með breytingu á lögum um meðferð úrgangs.

Samfara þessum breytingum hefur umfang þessarar starfsemi aukist hjá Efnamóttökunni.

Þannig var safnað um 900 tonnum af raftækjum árinu 2009 en á árinu 2012 var það komið í 1.800 tonn.

Efnamóttakan leggur mikla áherslu á rétta meðhöndlun raftækja.

Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði*

Ekkert í boði
Móttaka raftækja
Móttaka raftækja

Nánari lýsing

Stór úrgangsflokkur: Annar stærsti efnisflokkurinn sem Efnamóttakan hefur tekið á móti eru raftæki. Efnamóttakan hefur annast söfnun og meðhöndlun á raftækjum um árabil, sérstaklega í samstarfi við Sorpu bs. Þessi málaflokkur fór í nýjan farveg í ársbyrjun 2009 með breytingu á lögum um meðferð úrgangs. Samfara þessum breytingum hefur umfang þessarar starfsemi aukist hjá Efnamóttökunni. Þannig var safnað um 900 tonnum af raftækjum árinu 2009 en á árinu 2012 var það komið í 1.800 tonn. Efnamóttakan leggur mikla áherslu á rétta meðhöndlun raftækja.

 • Reglur. Í ársbyrjun 2009 var lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, breytt til að innleiða svokallaða framleiðendaábyrgð á raftækjum í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2002. Með lögunum var ábyrgð á söfnun og förgun raftækja færð af sveitarfélögum yfir á framleiðendur og innflytjandur raftækja. Framleiðendur og innflytjendur eiga hver um sig eða í sameiginlegum félögum (skilakerfum) að bera ábyrgð á kostnaði af söfnun og endurvinnslu eða förgun raftækjaúrgangs og markast skyldan af markaðshlutdeild hvers um sig. Þannig ber sá sem hefur 1% markaðshlutdeild að magni til (í kg) ábyrgð á söfnun 1% af raftækjaúrganginum á sama tíma. Þó sveitarfélög hafi losnað undan ábyrgð á kostnaði við söfnun og förgun er þeim enn skylt að leggja (skilakerfunum) til aðstöðu til söfnunarinnar á söfnunarstöðvum sínum þar sem meginsöfnun raftækjaúrgangs fer fram.
 • Skilakerfi. Í dag eru rekin tvö skilakerfi á landinu, RR-skil og Samskil. Efnamóttakan var í upphafi þjónustuaðili fyrir RR-skil en er nú þjónustuaðili við Samskil.
 • Gjöld. Líkt og gildir um flest spilliefni geta úrgangshafar raftækja skilað þeim án endurgjalds inn á söfnunarstöðvar sveitarfélaga eða beint á móttökustöðvar þjónustuaðila raftækja (eins og Efnamóttakan er). Úrgangshafar bera þannig aðeins kostnað af flutningi úrgangsins að söfnunarstöð eða móttökustöð.
 • Flokkar raftækja. Raftækjum hefur af hálfu Efnamóttökunnar verið safnað í 6 flokkum og ræðst sú flokkun af mismunandi meðhöndlun raftækjanna. Söfnunarflokkarnir 6 eru eftirfarandi:
 1. kaelitaeki small• Kælitæki. 

Kælimiðill fjarlægður úr kælikerfi, ýmis freon eða aðrir kælimiðlar. Kælitæki sem innihalda freonblandaða einangrun fara í endurvinnslu erlendis þar sem málmur og plast eru aðskilin frá einangruninni. Málmurinn og plastið fara í endurvinnslu en freonblönduðu einangruninni eytt með brennslu. Kælimiðlinum sem tekinn er af kælitækjunum á Íslandi er safnað saman og síðan brenndur í brennslustöð á Íslandi. Kælitæki sem ekki eru einangruð með freonblöndu fara í málmendurvinnslu.

 1. storraftaeki small• Önnur stór raftæki. 
 2. Hér undir falla þvottavélar, uppþvottavélar, þurrkarar, helluborð, bökunarofnar, eldavélar og örbylgjuofnar. Þessi tæki fara í málmendurvinnslu en úr þeim þarf að fjarlægja rafmagnsþétta.
 3. tv small• Skjáir (bæði sjónvarps- og tölvuskjáir). 
 4. Sjónvarps- og tölvuskjáir eru sendir til endurvinnslu í Svíþjóð. Túbuskjáir fara í sér farveg þar sem forfór er fjarlægt og blýmengað aðgreint og sett í sérstaka meðhöndlun. Aðrir hlutar túbuskjásins fara í endurvinnslu, þ.e. aðallega járn, ál, kopar og móðurborð. Flatskjáir fara í annan farveg þar sem kvikasilfur er fjarlægt en aðrir hluta skjásins fara í endurvinnslu.

 1. tolvur small• Tölvur. 
 2. Tölvur eru teknar í sundur og einstakir hlutar þeirra flokkaðir í sér flokka sem allir eru sendir úr landi til endurvinnslu. Þessir flokkar eru þá m.a. móðurborð, harðir diskar, örgjörvar og minnisflögur, kælieiningar og aflgjafar. Þessir flokkar eru þegar þetta er skrifað að fara til Svíþjóðar.

 3. perur small• Ljósaperur. 
 4. Ljósaperum er safnað sérstaklega vegna þess að flúorperur, halogenperur og sparperur innihalda spilliefnin flúor og kvikasilfur sem þarf að fanga til að þau komist ekki í jarðveg.
 5. Þessi flokkur er meðhöndlaður innanlands þannig að perurnar eru muldar og úr glermulningnum er síðan flúorryk og kvikasilfur. Glermulningurinn fer síðan til landfyllingu en spilliefnin í brennslu.
 6. litilraftaeki small• Önnur raftæki. 
 7. Önnur raftæki fara í endurvinnslufarveg erlendis þar sem málmar og plast eru aðskilin og fara síðan í frekari endurvinnslu.

Þess ber að geta að geta að skv. tilskipun Evrópusambandsins ber að sundurliða raftækjaúrgang í 10 flokka við skýrslugerð um söfnun og er þeirri skyldu sinnt með reglulegum mælingum á þeim söfnunarflokkum sem eru blandaðir.

 • Söfnunarstaðir. Söfnunarstaðir Efnamóttökunnar eru eftirfarandi:
 1. • Höfuðborgarsvæðið - Móttökustöð Efnamóttökunnar að Berghellu 1, 221 Hafnarfjörður
 2. • Akranesi - Höfðasel
 3. • Ólafsvík - Ennisbraut
 4. • Búðardalur - Vesturbraut
 5. • Ísafjörður - Engidalur
 6. • Bolungarvík - Tjarnarkambur
 7. • Patreksfirði - Vatneyri
 8. • Blönduós - Efstubraut
 9. • Skagaströnd
 10. • Eyjafjarðarsveit
 11. • Dalvík - Sandskeið
 12. • Akureyri - Réttarhvammur
 13. • Akureyri – Hlíðarvellir
 14. • Grenivík
 15. • Skútustaðahreppur - Reynihlíð
 16. • Vopnafjörður
 17. • Borgarfjörður eystri
 18. • Breiðdalsvík
 19. • Djúpavogur - Búland
 20. • Hvolsvöllur
 21. • Strönd
 22. • Laugarvatn - Lindarskógar
 23. • Reykholt - Vegholt
 24. • Þingvellir - Hlíðarbær
 25. • Grímsnes - Seyðishólar
 26. • Þorlákshöfn - Hafnarskeið
  • Söfnunarílát raftækja. Á stærri stöðvum, er kælitækjum, stórum raftækjum og skjám safnað í sér gáma. Þetta á við á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akureyri og Selfossi. Öðrum flokkum raftækja, þ.e. tölvum, ljósaperum og blönduðum raftækjum er safnað í smærri ílát, yfirleitt 1.000 ltr. kör, sem á flestum stöðum eru geymd inni í lokuðum upplýstum skipagámi. Á minni stöðvum er skjám safnað í 1.000 ltr. kör einnig en kælitæki og stór raftæki geymd utandyra þar til þau eru sótt.
  • Meðhöndlun raftækja. Á aðilum sem meðhöndla raftæki hvíla ákveðnar lagalegar skyldur. Annars vegar lúta þær að því að þess sé gætt að raftæki sem innihalda spilliefni séu meðhöndluð þannig að spilliefnin séu aðskilin skv. viðurkenndum aðferðum sem tíundaðar eru í tilskipun Evrópusambandins (2002/96/EC). Þetta á sérstaklega við um kælitæki, skjái og ljósaperur. Hins vegar eru sett fram ákveðin opinber endurvinnsluviðmið í tilskipuninni og í reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang um hve hátt hlutfall úrgangsins skuli endurunnið.