Vörunúmer

Efnamóttakan hefur með höndum söfnun á matarolíu (steikingarolíu) í samvinnu við endurvinnsluaðilann Orkey ehf. Olíunni er eðli máls samkvæmt aðallega safnað hjá veitingastöðum, mötuneytum og matvælaframleiðendum sem nota hana til djúpsteikingar. Úr olíunni vinnur Orkey lífdísilolíu sem notuð er sem eldsneyti á ökutæki, vinnuvélar og skip en einnig sem íblöndunarefni við vegagerð.

Þetta er afar umhverfisvæn ráðstöfun á úrgangsflokk sem áður var urðaður með tilheyrandi tilkostnaði. Nú er farið með matarolíu sem hráefni til framleiðslu á eldsneyti. 
Það skal tekið fram að ekki er leyfilegt að losa sig við matarolíu í frárennsliskerfi.
Efnamóttakan hagar söfnun olíunnar þannig að sem mestrar hagkvæmni sé gætt og þannig er mögulegt að bjóða viðskiptavinum þessum þjónustu fyrir lítið endurgjald. Það er unnt með því að sækja sem mest magn í einu hjá hverjum og einum og skipuleggja söfnunina þannig að losað sé á sama tíma hjá aðilum innan sama söfnunarsvæðis. Miðað er við að verið sé að sækja minnst 100 ltr. á hverjum stað.


Til þess að geta veitt sem besta þjónustu en um leið skipulagt söfnunina með hagkvæmni í huga vill Efnamóttakan eiga sem besta samvinnu við viðskiptavini í þessari þjónustu. Í því skyni er óskað eftir því að þeir gefi upp tengilið og samskiptaupplýsingar.
Tengiliður Efnamóttökunnar verður Grétar Viðar Grétarsson, verkstjóri í síma 559-2221 og tölvupóstfangi: gretar@efnamottakan.is
Söfnunarsíminn er 559 2200 en í boði er að panta losun á vefnum – Smellið hér til að pantal losun!

Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði*

Ekkert í boði
Söfnun á matarolíu
Söfnun á matarolíu