Efnamóttakan hf. fagnar í dag 20 ára afmæli en fyrirtækið var stofnað af Sorpu, Endurvinnslunni og Aflvaka þann 17. desember 1998. Árið 2001 bættust Gámaþjónustan hf. og Fura hf. í hluthafahópinn og þessi fyrirtæki eignuðust fyrirtækið að fullu árið 2007. Árið 2011 keypti Gámaþjónustan hlut Furu og hefur verið 100% eigandi síðan. Í tilefni dagsins hefur stjórn Efnamóttökunnar ákeðið að styrkja Bláa herinn til áframhaldandi góðra verka.