Þó veðrið eigi það til að stríða okkur örlítið frameftir þá höldum við í vonina um að vorið sé það sé komið.  Af því tilefni viljum við minna á þær vörur og þjónustu sem við erum með í boði á vorin og sumrin. 

Vortiltekt

Vorin eru algengur tími fyrir framkvæmdir, hvort sem það taka á bílskúrinn í gegn, hreinsa til í fyrirtækjum eða stofnunum.
Hvert sem tilefnið er þá erum með gott  úrval af krókgámum til leigu sem koma í ýmsum stærðum og gerðum.

Hægt er að nálgast myndir og málsetningar á þessum gámum hér.

Garðatunnan

Garðatunna Gámaþjónustunnar er 240 lítra tunna á hjólum sem setja má í allan garðaúrgang. Leiguverð er m.v. losun á 2 vikna fresti yfir sumarmánuðina. Vinsamlegast athugið að áskrift að garðatunnunni er lágmark 6 mánuðir. Athugið að aðeins er boðið upp á þessa þjónustu í apríl til og með október ár hvert. 

Búið er að opna fyrir pantanir hér.

Kurl

Kurlið er útbúið úr timbri sem berst til okkar sem úrgangur og er vinsælt í runna- og blómabeð í görðum, í stíga á útivistarsvæðum og sem undirburður í gripahúsum. 

Kurlið er heimkeyrð á höfuðborgarsvæðinu (póstnúmer 101-225 og 270) í stórsekk ca. 0,5m3. 

Hægt er að panta kurl hér. 

„Plokk“

Á að taka nærumhverfið í gegn? Við erum með tvær stærðir af sorptínum sem auðvelda söfnun á sorpi útí náttúrunni, pokahaldarinn okkar sér til þess að pokinn er alltaf opin og klár í slaginn. Við erum einnig með sterka glæra poka sem auðvelt er að sjá í gegnum og þola stærri og þyngri hluti. Allar þessar vörur má finna í vefverslun okkar. 

Molta

Moltan er blanda af þeim lífræna úrgangi sem við söfnum hjá fyrirtækjum og stofnunum, hrossataði og trjáúrgangi með búið er að fara í gegnum hitameðferð. Við fengum mat Umhverfisstofnunar á að þessi úrgangur sem endurnýttur er í jarðgerð fyrirtækisins geti hætt að teljast úrgangur heldur flokkist sem vara.  Moltan þykir kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti molta 2 hlutar mold) eða dreifa moltunni yfir beð og grasflatir í þunnu lagi. 

Moltan er afrakstur innlendrar endurvinnslu og er heimkeyrð á höfuðborgarsvæðinu (póstnúmer 101-225 og 270) í stórsekk ca. 0,5m3.