Gunnar Friðriksson deildarstjóri viðskiptasviðs Gámaþjónustunnar sat fyrir svörum í fylgiriti Fréttablaðsins um byggingariðnað. 

Við bjóðum þrjár mismunandi lausnir fyrir byggingarmarkaðinn; í gegnum Efnamóttökuna, Gámaþjónustuna og Hafnarbakka. „Efnamóttakan er sérhæft fyrirtæki í móttöku spilliefna. Hún er í samstarfi við viðurkennda eyðingaraðila, bæði hér heima og ytra. Við ábyrgjumst að öll meðferð spilliefna uppfylli þau ströngu skilyrði sem um starfsemina gilda,“ segir Gunnar. Dæmi um spilliefni á byggingarstað eru málningarafgangar, mótaolía og leysiefni, úðabrúsar, rafhlöður, rafgeymar og fleira.

 „Við minnum á að byggingaraðilar geta skilað til okkar úrgangi að Berghellu 1. Efnamóttakan og Gámaþjónustan eiga í samstarfi um söfnun og meðhöndlun spilliefna og hafa til þess öll tilskilin starfsleyfi,“ upplýsir Gunnar en hægt er að spara umtalsverð förgunargjöld sé spilliefnum haldið sér.

Efnamóttakan er á Berghellu 1 í Hafnarfirði. Opnunartími er virka daga frá klukkan 7.30 til 16.15. Sími 559 2200. Netfang soludeild@efnamottakan.is. Nánari upplýsingar um spilliefni á heimasíðunni

Fjölbreyttir geymslugámar

Hafnarbakki býður úrval geymslugáma fyrir vinnusvæði.

„Við leigjum út ýmsar stærðir af geymslugámum og bjóðum einnig afnot af geymslusvæði okkar við Hringhellu 6 í Hafnarfirði. Við eigum líka litla gáma sem nýtast til dæmis fyrir rafstöðvar eða sem reiðhjólageymslur,“ upplýsir Gunnar um fjölmargar lausnir Hafnarbakka.

„Við leigjum út snyrtileg salerni sem setja má hvar sem er með lítilli fyrirhöfn. Þau eru einföld í uppsetningu og auðveld í notkun. Salernin eru losuð reglulega og þurfa því hvorki aðrennslis- né frárennslislagnir,“ útskýrir Gunnar.

Stór hluti í starfsemi Hafnarbakka er leiga á smáhýsum til margvíslegra nota.

„Þau má meðal annars nota sem kaffistofur, starfsmannaaðstöðu, skrifstofur, fundaraðstöðu, svefnskála og fleira. Við eigum fyrirliggjandi smáhýsi í nokkrum stærðum og ýmsar sérlausnir eru fyrir hendi, en uppsetning og varahluta- og viðhaldsþjónusta er í höndum sérhæfðs starfsfólks fyrirtækisins,“ segir Gunnar.

Meðal geymslu-, úrgangs- eða flokkunargáma sem fyrirtækið býður upp á eru lokaðir og læsanlegir krókgámar í stærðum 9m³ til 25m³, opnir krókgámar í stærðunum 7m³-30m³, pressugámar í mörgum stærðum og gerðum, læsanlegir framhlaðningsgámar í stærðunum 1,7m³-8m³, plastkör og plastílát á fjórum hjólum með loki frá 500 upp í 1.000 lítra, tunnur og plastílát á tveimur hjólum með loki, algengar stærðir 120, 140 og 240 lítrar, og svo gámar og ílát af ýmsum stærðum.

 

Fréttin birtist upphaflega hér.  Sjá jafnframt bækling "Lausnir á byggingarstað".