Það er mjög jákvætt að sífellt fleiri fyrirtæki fara þá leið að flokka lífrænan úrgang sem fellur til frá öðrum úrgangi. Við sækjum lífrænan úrgang í sérsöfnun til viðskiptavina okkar og flytjum til höfuðstöðva okkar í Berghellu.

Í Berghellu fer þessi úrgangur í jarðgerð og ferlið kallast að búa til moltu.  Það sem gerist við framleiðslu á moltu er eftirfarandi:  Trjágreinarnar eru tættar niður og settar á lager, hrossatað og gras er einnig sett á lager til notkunar allt árið í moltugerðina.  Lífrænn úrgangur er settur beint úr söfnunarbílum eða gámum í söfnunarþró.  Þessum efnum er síðan blandað saman eftir ákveðinni uppskrift.  Efnin eru sett í gegnum tætara til að ná betri blöndun og til að gera efnið sem einsleitast. Því næst er þessari blöndu  mokað í sérstaka  jarðgerðargáma. Í hvern gám fara u.þ.b. 20 tonn, gámarnir eru tíu og er hægt að jarðgera allt að 4000 tonn í þeim á ári.  Eftir um 2 vikna ferli í jarðgerðargámunum þá fer fram eftirvinnsla í nokkra mánuði.  Moltan er jarðvegsbætir með háu áburðargildi.  Til ræktunar er moltunni blandað saman við mold.  Gámaþjónustan hefur leyfi frá yfirvöldum til framleiðslu á moltu og notkunar hennar til ræktunar.

 Við leitum leiða til að gera viðskiptavinum okkar kleift að nálgast moltuna.  Sumarið 2018 var gámur með moltu bæði við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og eins fyrir utan verslunina Ikea í Garðabæ.  

 

 

En hvað flokkast undir lífrænan úrgang?
En hvað með þá einstaklinga sem vilja flokka sinn lífræna úrgang?

Hvert sveitarfélag skilgreinir þjónustustigið á sínu svæði og eru nú þegar mörg sveitarfélög farin að bjóða upp á söfnun lífræns úrgangs frá einstaklingum. Eins og staðan er í dag er ekki verið að bjóða heimilum á höfuðborgarsvæðinu þá þjónustu, en það skortir ekki á áhuga okkar á að jarðgera meira magn.

Fyrir þá sem geta hugsað sér að safna sjálfir lífrænum úrgangi og búa til sína eigin moltu, þá bendum við á þessa einföldu körfu undir lífrænan úrgang sem fer vel inní eldhúsi.  Poki úr lífrænum efnum (ekki plast) er settur í þessa körfu.  Í vefverslun okkar má síðan finna jarðgerðartunnu sem er safntunna þar sem lífrænum úrgangi er safnað til niðurbrots.  Þessi lausn er tilvalin fyrir þá sem hafa aðgang að garði eða góðu opnu rými utanhúss.  

Hér að neðan má sjá dæmi um þær stuðningsvörur sem við bjóðum uppá tengdum lífrænni söfnun. 

                               

Lítil og snyrtileg karfa sem hentar vel undir lífrænt sem fellur til í eldhúsi, t.d inná heimilum eða í mötuneytum. Nánari upplýsingar hér.

                                

Þessi græna tunna er töluvert stærri, 37 ltr og hentar vel þegar koma þarf meira magni af lífrænum úrgangi fyrir. Lokið er þétt og kemur í veg fyrir að lykt smitist. Hægt að kaupa hjól undir tunnuna sér. Sjá nánari upplýsingar hér

                                      

Það skiptir miklu máli að réttu pokarnir séu notaðir undir lífrænan úrgang. Ekki er æskilegt að nota plastpoka því þeir brotna ekki niður í ferlinu líkt og til dæmis maíspokar og bréfpokar. Alla okkar poka má finna hér

                                                        

     

Hér má finna jarðgerðartunnu, sem er safntunna þar sem lífrænum úrgangi er safnað til niðurbrots. Jarðgerð er meðhöndlun á lífrænum úrgangi tilvalin fyrir þá sem búa í dreifbýli sem og garðaeigendur í þéttbýli. Hér fyrir ofan sést einnig loftunarstafur sem er seldur sér en hann  er notaður til að hræra í heimajarðgerðartunnunni og hleypa þannig súrefni að lífræna úrganginum sem flýtir fyrir niðurbroti úrgangsins.