Í tilefni þess að árið er senn á enda þá tókum við saman nokkur dæmi af vörum sem hafa verið vinsælar á árinu.  

Flokkunarílát

Við erum með gott úrval af flokkunarílátum eins og sjá má hér en okkar reynsla hefur sýnt að ef vel á að vera í flokkun þá er nauðsynlegt að flokkunarílátin séu einföld í umgengni og að merkingar séu skýrar og aðgengilegar. 

Aukahlutir fyrir tunnur og kör

Hið íslenska veður minnir okkur sífellt á mikilvægi þess að hafa tunnur og kör vel skorðuð. Hér má finna þá auka hluti sem við bjóðum uppá en þar má meðal annars finna veggfestingu fyrir tunnur og kör ásamt teygjum sem passa uppá að lokið haldist á sínum stað. 

Endurvinnslukassi

Endurvinnslukassinn okkar fékk uppfært útlit í haust en kassinn er einföld og snyrtileg lausn til að halda utan um blöð og tímarit sem til falla hjá fyrirtækjum og heimilum. Nánari upplýsingar má sjá hér   

Endurvinnslutunnan 

Endurvinnslutunnan hefur verið ein af okkar allra vinsælustu þjónustuleiðum fyrir viðskiptavini okkar á höfuðborgarsvæðinu en við seljum tunnuna í áskrift og í hana mega fara 6 flokkar af endurvinnsluefni. Frekari upplýsingar má finna hér

   

Lífræn söfnun 

Sífellt fleiri fyrirtæki bætast nú í hóp þeirra sem flokka lífrænt sérstaklega en við erum með ýmsa aukahluti sem koma að góðum notum í lífrænni söfnun eins og sjá má til dæmis hér 

    

Að lokum langar okkur að þakka góðar móttökur á nýju vefsíðunni okkar og vefversluninni "Hafnarbakki" sem er sameiginleg vefverslun Gámaþjónustunnar og dótturfyrirtækja sem fór í loftið í nóvember síðastliðinn.