801

Almennur úrgangur

Tunna með gráu loki: Í þessa tunnu skal setja óflokkaðan úrgang sem fer til urðunar.

Servíettur • Límmiðar• Lyfjaspjöld ál/plast • Einnota hanskar

• Gúmmíhanskar • Pennar • Kveikjarar • Óhreinar umbúðir,

matarbakkar og óskolaðar fernur • Tyggjó  Dósir • Geisladiskar

Sorphirðudagatal 2019

Lífrænn úrgangur

Tunna með brúnu loki: Í þessa tunnu fer allur lífrænn úrgangur, úrgangurinn fer síðan í jarðgerð og verður loks að moltu.  Gott er að safna efninu í sérstaka poka úr pappír eða maíspoka sem jarðgerast með efninu. Venjulega plastpoka má alls ekki nota. Athugið að binda vel fyrir pokana áður en þeir eru settir í söfnunartunnuna.

Hvað má fara í tunnuna?

Ávextir og ávaxtahýði - Grænmeti og grænmetishýði - Egg og eggjaskurn - Eldaðir kjöt- og fiskafgangar - Mjöl - Hrísgrjón og pasta - Brauð og kökur - Kaffikorgur, kaffipokar og tepokar - Notuð eldhúsbréf - Afskorin blóm og plöntur. 

Athugið að súpur, sósur og soð má ekki setja með lífrænum úrgangi, því er skolað niður um vaskinn.

Sorphirðudagatal 2019

 

Plasttunna

Tunna með grænu loki: Í þessa tunnu má setja allar plastumbúðir, svo sem plastpoka,
plastdósir og plastbrúsa. Matarílát þarf að skola með vatni. Allt efnið er sett laust í tunnuna.

Glerílát má alls ekki setja í þessa tunnu vegna slysahættu við flokkun.

• Plastpokar • Plastbrúsar s.s. hreinsiefni • Plastdósir s.s. skyr, ís, smurostur

• Plastfilma glær og lituð • Plastumbúðir s.s. utan af kexi og sælgæti • Plastbakkar

• Plastbrúsar undan sjampó og sósum • Frauðplastsumbúðir • Pokar utan af snakki

Sorphirðudagatal 2019

Pappatunna

Tunna með bláu loki: Í þessa tunnu má setja öll blöð og tímarit, skrifstofupappír,

sléttan pappa, bylgjupappa og fernur. Fernur þarf að tæma og skola vel með vatni

áður en þær eru settar í tunnuna. Allt efnið er sett laust í tunnuna án poka.

• Dagblöð og tímarit • Umslög og gluggaumslög• Skrifstofupappír • Bæklingar

• Hreinar mjólkur-fernur • Bylgjupappi • Gjafapappír • Eggjabakkar 

• Sléttur pappír s.s. morgunkornspakkar

Sorphirðudagatal 2019

Flokkunarleiðbeiningar

Öll heimili eru með fjórar 240 lítra tunnur.
Tunna með gráu loki: Í þessa tunnu skal setja óflokkaðan úrgang sem fer til urðunar.
Tunna með bláu loki: Í þessa tunnu má setja öll blöð og tímarit, skrifstofupappír, sléttan pappa,
bylgjupappa og fernur. Fernur þarf að tæma og skola vel með vatni áður en þær eru settar í
tunnuna. Allt efnið er sett laust í tunnuna án poka.
Tunna með grænu loki: Í þessa tunnu má setja allar plastumbúðir, svo sem plastpoka,
plastdósir og plastbrúsa. Matarílát þarf að skola með vatni.
Allt efnið er sett laust í tunnuna. Glerílát má alls ekki setja í þessa tunnu vegna slysahættu við
flokkun.

Tunna með brúnu loki: Í þessa tunnu fer allur lífrænn úrgangur, úrgangurinn fer síðan í jarðgerð og verður loks að moltu.

Losun: Í söfnunarbíl sem notaður verður við losun tunnanna er hægt að halda tveimur efnisflokkum
aðgreindum. Tunna með gráu loki undir óflokkaðan úrgang verður losuð á þriggja vikna
fresti. Tunna með bláu loki undir pappír og tunna með grænu loki undir plast verða losaðar á sex
vikna fresti. Losun þeirra verður ætíð um leið og tunnan með gráu loki er losuð. Tunna með brúnu loki undir lífrænan úrgang er losuð á þriggja vikna fresti. 

Málmar og gler:  Best er að safna málmum og gleri á hverju heimili og fara svo með á gámastöðina sem er næst þér.

Bæklingur um úrgangsmál og endurvinnslu má sjá hér.