355, 356, 360

Almennur úrgangur

Allan almennan heimilisúrgang, matarleifar, kaffikorg, matarsmitaðan pappír og plast, samsettar umbúðir (áleggsbréf, ostabox, tennkremstúbur og fleira). Einnig glerílát, ryksugupoka, bleiur og dömubindi, úrgang frá gæludýrahaldi. 

Almenna tunnan er losuð á tveggja vikna fresti. 

Sorphirðudagatal 2019

Endurvinnslutunnan

Sett laust í tunnuna:

Dagblöð og tímarit.

Pappír, bæklingar, umslög og ruslpóstur.

Sléttur pappi/bylgjupappi s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar.

Málmar s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum.

Fernur, skolaðar og samanbrotnar.

Plastumbúðir s.s. sjampóbrúsar, plastdósir og plastpokar.

Í sérmerktum pokum:

Rafhlöður í sérmerktum bláum plastpokum.

Endurvinnslutunnan er losuð einu sinni í mánuði. 

Sorphirðudagatal 2019

Flokkunarleiðbeiningar

Almennt sorp í Snæfellsbæ er hirt u.þ.b. tvisvar í mánuði og er endurvinnslutunnan tæmd á sama tíma. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til þess að flokka allt rusl.