660

Almennur úrgangur

Sorphirðudagatal 2019

Tunna með gráu loki: Í þessa tunnu skal setja óflokkaðan úrgang sem fer til urðunar.

 

Plasttunna

Sorphirðudagatal 2019

Tunna með grænu loki: Í þessa tunnu má setja allar plastumbúðir og málmílát , svo sem plastpoka, plastdósir, plastbrúsa og niðursuðudósir. Matarílát þarf að skola með vatni. Allt efnið er sett laust í tunnuna. Glerílát má alls ekki setja í þessa tunnu vegna slysahættu við flokkun.

 

Pappatunna

Sorphirðudagatal 2019

Tunna með bláu loki: Í þessa tunnu má setja öll blöð og tímarit, skrifstofupappír, sléttan pappa, bylgjupappa og fernur. Fernur þarf að tæma og skola vel með vatni áður en þær eru settar í tunnuna. Allt efnið er sett laust í tunnuna án poka.

Flokkunarleiðbeiningar

Sorpílát við hvert heimili
Gámaþjónusta Norðurlands sér um sorphirðu við heimili í Skútustaðahreppi. Hvert heimili fær þrjú sorpílát til flokkunar sem Gámaþjónustan losar með reglubundnum hætti. 

Losun: Í söfnunarbíl sem notaður er við losun tunnanna er hægt að halda tveimur efnisflokkum aðgreindum. Tunna með gráu loki undir óflokkaðan úrgang verður losuð á þriggja vikna fresti. Tunna með bláu loki undir pappír og tunna með grænu loki undir plast og málma verða losaðar á sex vikna fresti. Losun þeirra verður ætíð um leið og tunnan með gráu loki er losuð.