Greinina skrifaði Stefán Gíslason hjá Environice en hún birtist fyrst í bæklingi um úrgangsmál og endurvinnslu sem var borin út á Ísafirði þegar lífræn söfnun hófst þar nýverið.
Nú er mikið talað um umhverfismál og mikilvægi þess að flokka allan úrgang sem best. En skiptir þessi flokkun einhverju máli? Fer þetta ekki hvort sem er allt í sama hauginn? Og hvers vegna ætti ÉG að vera að flokka allt ef HINIR gera það ekki líka?
Gámaþjónustan fyllti fyrsta gáminn til moltugerðar um síðustu helgi
Gámaþjónusta Vestfjarða hóf lífræna sofnun sorps í október og hefur tekið saman þessa greinargerð um framgang málsins:
Lífræna söfnun fór af stað í lok október og til áramót var vigtað inn 22 tonn. (22.130kg). Aftur á móti fór heimilissorp niður í kringum 35 tonn mánaðarlega.
Ef við skoðum bara lífræna sem kom i gegnum heimilistunnu þá erum við að tala um 21%.
Annarsvegar erum við komin i 34% sem fer ekki lengur í urðun.
Ath. Þessi tölur eru bara yfir nóvember og desember. Við hlökkum mjög til að sjá hvernig þessi tölur þróast áfram.
*Frétt og mynd af bb.is 10.1.2019*
Það er allt að klárast á hirðingarsvæðinu fyrir lífræna úrganginn. Verið er að setja niður rotþró og rafmagn er komið í skúrinn þar sem vinnuaðstaða fyrir starfsmann verður.